Á seinni árum í tengslum við aukið stress, andlega vanlíðan og t.d. vegna sjúkdóma eins og Covid, hefur fjöldi fólks glímt við mismikið orkuleysi. Eitt af því besta sem við getum gert til að enduheimta orku okkar er að hlaða reglulega 7 aðal orkustöðvarnar okkar.
Barbara Ann Brennan lýsir í bók sinni "Hendur ljóssins" eftirfarandi texta og myndum af orkustöðvunum:
Mikilvægt er að opna orkustöðvarnar og auka orkuflæðið, því meira sem orkuflæðið er þeim mun heilbrigðari erum við. Veikindi verða ef jafnvægi orkuflæðisins raskast eða ef stíflur eru í því. Eitt af hlutverkum orkustöðvanna er að hleypa lífi í orkulíkama bliksins og þá einnig í efnislíkaman. Ítarlegri upplýsingar um orkustöðvarnar og virkni þeirra er að finna í bók Barböru "Hendur ljóssins".
Orkustöðvarnar frá hvirfli niður í mænurót: Hvirfilstöðin hvít - Ennisstöðin fjólublá - Hálsstöðin blá - Hjartastöðin græn - Sólarstöðin gul - Hvatastöðin appelsínugul - Rótarstöðin rauð.
Þegar hlustað er á hugleiðsluna er gott að segja í huganum við innöndun: Inn með kærleika og heilun og við útöndun: út með þreytu og streytu.
Hér er linkur á hljóðskrá sem ég hannaði og inniheldur orkuhleðslu á 7 aðalorkustöðvum líkamans, gott er að hlusta reglulega á hljóðskránna í síma eða í tölvu með heyrnartöppum eða heyrnartólum. Byrjað er á rauðu rótarstöðinni, Linkur: Orkustöðvahleðsla - YouTube