Ég kynntist fjarheilun fyrst þegar ég lærði REIKI II hjá Guðrúnu Ólafsdóttur fyrir rúmum 30 árum. Ég er einnig meðal annars Klínískur dáleiðari og QHHT Quantum Healing Hypnosis Teachnique meðferðaraðili, þar sameinast kraftar dáleiðslunnar og heilunnar. Eftir allt það sem ég hef lært og kynnt mér um andlega og líkamlega heilun frá því að ég var rúmelga tvítugur, hef ég komist að því að allt sem dáleiðsla getur, getur heilun og meira til. Dáleiðslan hefur nokkra flöskuhálsa sem heilunin hefur ekki.
Ég býð upp á fjarheilun með því að markmiði að bæta andlega heilsu þína og vellíðan, líkamlega heilsu og bæta orkubúskap þinn. Fjarheilunin berst oftast til þín nóttina eftir að ég sendi þér hana og eða næstu nætur á eftir. Bati getur komið strax eða orðið stigvaxandi, allt eftir eðli veikindanna. Þegar beðið er um aðstoð vegna aðgerðar sem sjúklingurinn er að fara í er nauðsynlegt af fá nákvæma tímasetningu á aðgerðinni. Fjarheilun tengist huglægri og andlegri lækningu á huga og líkama. Þiggjandi heilunar á oftast þátt í þeim árangri sem næst við að heila líkamleg og andleg áföll.
Ég er stundum spurður að því af hverju batinn getir verið misjafn eða enginn. Til að útskýra það þá er venjulega nóg að senda fjarheilun á viðkomandi einu sinni. Viðkomandi fær það sem honum er ætlað, batinn getur verið fullur strax, stigvaxandi eða enginn. Það er ekki í mínu valdi hver árangurinn verður, æðri máttarvöld stýra því. Ég hef séð öll þessi stig af bata. Oftast er þetta Karma tengt, og til þess að klára sitt karma þarf viðkomandi að ganga í gegnum ákveðna reynslu í þessu jarðlífi sínu og/eða fyrri jarðlífum sínum, sem myndbirtist í erfiðleikum og veikindum.
Til að óska eftir fjarheilun þarft þú að fylla út formið hér fyrir neðan.
Þú þarft að gefa mér upp eftirfarandi:
Fullt nafn þitt og/eða þess sem þú ert að biðja um fjarheilun fyrir.
Fullt heimilsfang þitt og eða þess sem þú ert að biðja um fjarheilun fyrir. Dæmi: Sjúklingur sem liggur á sjúkrahúsi, skrifa þá nafn og heimilsfang á sjúkrahúsi og á hvaða deild, hæð og nr. á stofu sem sjúklingurinn liggur á. Ef sjúklingur er að fara í aðgerð er gott að fá upplýsingar um aðgerðina og tímasetningu á aðgerðinni, svo hægt sé að senda fjarheilun til hans og læknanna sem framkvæma aðgerðina. Ég bið þá um að "þeir" styrki og stýri höndum læknanna sem framkvæma aðgerðina.
Nafngreina sjúkdóminn sem á að heila. Lýsa einkennum sjúkdómsins, einnkenni sjúkdóma á fólk geta verið misjöfn, því er gagnlegt að einkennunum sé líst.
Rétt er að benda á að mikilvægt er að fara varlega af stað eftir heilun á líkamlegum og andlegum sjúkdómum. Dæmi: Skjólstæðingur fær bata á fæti og getur þá aftur farið í göngutúra, þá er mikilvægt að fara varlega af stað, öll sár sem eru læknuð af veraldlegum- og/eða andlegum læknum þurfa sinn tíma til að gróa.
ÞETTA ER MJÖG MIKILVÆGT!